Velkomin á heimasíðu Hlíðar
Skólaárið 2020 – 2021 eru 20 börn í Hlíð. 14 eru fædd árið 2016 og 6 eru fædd 2017. Það eru 13 drengir og 7 stúlkur
Kennarar Hlíðar eru: Berglind, deildarstjóri, Guðrún, leiðbeinandi, Jónína, leiðbeinandi og Hákon, leiðbeinandi, er í afleysingum. Linda Björk, leiðbeinandi, leysir af tvo daga í viku þriðjudag og miðvikudag.
Dagskipulag Hlíðar:
Við förum í þemavinnu þrisvar sinnum í viku. Í þemavinnu förum við í hreyfingu, Lubba og myndlist. Á þriðjudögum er Val. Auk þess fara allir í skipulagða hreyfingu og myndlist einu sinni í viku. Í hópastarfinu förum við í Lubbastund/málörvun, tónlist og frjálsan leik.
Við förum í Val fjórum sinnum í viku Kl. 13:00 til 14:15. Í vali er leikskólanum skipt upp í 7 valsvæði sem eru: Útivera, Vellir, Flæðar, (Stóru Flatir ef ekki er útivera), Hlíð, Laut, Skógar og Þúfa. Börnin velja sér svæði til að fara á sem dreifast um allt húsið. Við höldum skráningar yfir svæðin sem börnin fara á og tryggja að allir hafi jafnt aðgengi að „vinsælustu svæðunum“ óháð svefntíma. Börnin geta valið sama svæði x2 í röð.
Myndlist
Í haust höfum við verið að vinna með grunnlitina í myndlist.
Við byrjuðum á að mála og föndra tré sem við gáfum okkur góðann tíma í, fyrst þurfti að mála trjástofn og undirlag, líma og síðast skreyta með efnivið úr garðinum, lauf, ber og fleira. Á milli verka þurfti að læra bíða en þolinmæðin er einmitt dygðin okkar í haust.
Síðan gerðum við Kúluspil, mynd sem unnin er með grunnlitunum og glerkúlum
Síðast unnum við svo að sameiginlegu verki í Miðgarði með hinum deildunum. Þar var gluggunum skipt niður og hvert og eitt barn fékk frjálsar hendur með grunnlitina og svampa.
Lubbi finnur málbein er efni sem hugsað er til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. Þar fer hljóðanám fram í þrívídd, þ.e. þau nota heyrnar - og sjónskyn, ásamt hreyfi - og snertiskyn til að læra hljóðin. Hver hópur fer einu sinni í viku í Lubbastund þar sem unnið er með staf vikunnar.
Við erum TMT leikskólin, tákn með tali, allir á deildinni hafa sín tákn sem við notum í daglegu starfi deildarinnar. Tákn hafa verið sett við mörg sönglög sem við syngjum og smá saman fer táknum fjölgandi. Í vetur verðum við með tákn vikunnar, sem auglýst er framan við deildina þannig að hægt er að fylgast með tákni vikunnar. Auk þess að rifja upp þau tákn sem við höfum þegar lært og tileinkað okkur.
SMT
Við erum SMT - leikskóli og við erum með sex reglur. Reglurnar eru kenndar með sýnikennslu, æfðar í samverustund og með umræðum (sjá kennsluáætlun reglna). Börnin fá hrós fyrir að fara eftir reglunum og fá stundum bros. Öll börn fá eitt bros á viku og stundum meira. Við gefum fleiri bros þegar við erum að byrja að kenna hverja reglu. Þegar þau eru búin að fylla ,,orminn", fá þau umbun sem þau velja sjálf. Þau koma með hugmyndir um hvað þau vilja gera og við ræðum um hvort þær eru framkvæmanlegar. Svo kjósa þau á milli tveggja hugmynda. Við stefnum á að hafa a.m.k. eina umbun fyrir áramót og 1-2 eftir áramót.
SMT reglurnar eru:
Dygðir
Dygðirnar eru 12 og er unnið með eina dygð fyrir jól og aðra eftir jól. Núna erum við að vinna með dygðina sköpunargleði. Við vinnum með dygðina í öllu okkar starfi, notum orðið sköpunargleði og vinnum verkefni sem tengjast henni. Rósalind, dygðabrúðan okkar, fer heim með börnunum einu sinni á hverri önn. Þegar Rósalind kemur úr heimsóknum þá lesum við um ævintýri hennar og hvernig henni hefur gengið að tileinka sér þá dygð sem verið er að vinna með í það skiptið.
Við viljum minna á að merkja föt barnanna og hafa nóg af aukafötum í körfunum.