Karellen

Hér eru fréttir af deildinni okkar

Velkomin á heimasíðuna okkar í Kletti.

Starfsfólk deildarinnar er Ólöf Jósepsdóttir deildarstjóri, Jóhanna Ingimarsdóttir leiðbeinandi, Kristey Rut Konráðsdóttir leiðbeinandi, Brynja Sif Harðardóttir stuðningur við deild.

Í Kletti verða 17 ? 3ja ára börn eru fædd 2020, 5 stelpur og 12 strákar.

Starfið í vetur mun taka mið af aldri og þroska barnanna. Við munum leggja áherslu á að börnunum líði vel og finni til öryggis hjá okkur. Einnig munum við leggja okkar fram við að mæta þörfumbarnanna og foreldrar í daglegu starfi.

Dagsskipulag Kletts

  • Deildin opnar kl. 7:45við byrjum daginn með púslum og rólegum leik.
  • Kl. 8:15 er morgunmatur
  • Um kl. 9:00 – 9:30 förum við í hópastarf þrjá daga í viku.Hópastarfið tekur mið af því svæði sem við eigum í húsinu. Í skipulegu hópastarfi leggjum við áherslu á málörvun, hreyfingu, myndlist, tónlist og frjálsan leik.
  • kl. 9:30 þá er samverustund og ávextir
  • kl. 10:00 er síðan útivera til kl. 11:15.
  • Maturinn er kl. 11:30 og hvíld á eftir til kl. 12:45.
  • kl. 13-14:15 er útivera síðan er samverustund, hressing og frjáls leikur .
  • Leikskólinn lokar kl. 16:30

Í skipulögðu starfi leggjum við áherslur á eftirfarandi.:

  • Málörvun í litlum hópumvið rímum,setjum saman orð, tökum sundur orð, klöppum taktinn í orðum og fleira. Í þessum stundum nýtum við okkur leikinn með myndum og hlutum sem höfða til barnanna.
  • Í hreyfingu erum við með mis krefjandi þrautabrautir sem börnin fara í með kennurum. Þar erum við að æfa samhæfingu, styrk, liðleika og fleira. Í þessum stundum leggjum við einnig áherslu á að fara eftir fyrirmælum.
  • Í myndlist fer fram listsköpun þar sem börnin fá að vinna með fjölbreyttan efnivið og leggjum við áherslur á að börnin fá góðan tíma og fjölbreyttan efnivið til sköpunar.
  • Tónlist fer fram á deild í samverustund með söng og einnig grípum við hljóðfæri og kynnum þau fyrir börnunum.
  • Við erum með könnunarleik á deildþar sem börnin leika sér með verðlausan efnivið.Hér er verið að tala um plastílát, pappahólka, keðjubúta, dósalok, lykla, tvinnakefli, efnisbúta og ýmislegt annað. Markmið könnunarleiksins er að börnin uppgötvi hlutina og möguleika þeirra með snertingu, lykt, bragði, heyrn og sjón. Þau velja sér sjálf hluti og nota hann á mismunandi hátt s.s. til að fylla, tæma, setja saman, raða, hrista, stafla hlutum og láta þá halda jafnvægi o.fl.
  • Lubbastundir eru einu sinni í viku þá tökum við fyrir starf vikunnar og förum yfir málhljóðin . Börnin læra hvaða hljóð stafurinn segir með samþættingu sjónar, heyrnar og vöðvaminnis.
  • Áhersla verður lögð á að börnin læri litina, hugtök, noti rétt penna – og skæragrip og auka sjálfmynd/sjálfstraust og sjálfstæði barnanna.

Aukin áhersla verður lögð áfrjálsan leik og að leikurinn fá nægan tíma sem er mjög nauðsynlegt, í leiknum á sér stað mikið nám og þjálfun í samskiptum. Við leggjum áherslu á að öll börnin geti leikið saman.

Við erum með þjóna sem hafa það hlutverk að leggja á borðin og sækja matinn í eldhúsið

Fyrir áramót ætlum við að vinna með dygðina virðingu og eftir áramót tökum við fyrir hugrekki. Dygðirnar fléttast inn í allt starfið og síðan fer dygðarbrúðan okkar hann Lúlli í heimsókn til allra barnanna.

Við vinnum með TMT (tákn með tali)Þjónar fara yfir matinn með táknum og allir þakka fyrir matinn með táknum. Við notum síðan táknin í söngstundum með textanum sem er mjög vinsælt.

Við notumst við Tras hér í leikskólanum sem er skráning á málþroska ungra barna og er tekið af öllum börnum frá 2,2 ára og svo reglulega á sex mánaða fresti.

Einnig erum við með Gerd Strand sem er mat á stöðu 4ja ára börnum og einnig er gerð

framburðarkönnun á öllum 4ja ára börnum. Með þessum athugunum tekst okkur að fylgjast betur með þroska og grípa inní er þörf er á .


Bestu óskir um gott samstarf Lolla Deildarstjóri.

© 2016 - 2024 Karellen