Hér eru fréttir af deildinni okkar

Velkomin á heimasíðu Kletts

Skólaárið 2020-2021 eru 20 börn í Kletti 11 strákar og 9 stelpur sem eru fædd árið 2017-2018.

Kennarar í Kletti eru: Ólöf Jósepsdóttir deildarstjóri, Jóhanna Ingimarsdóttir leiðbeinandi, Elísabet Haraldsdóttir leiðbeinandi 50% , Sonja Mannhardt sérkennari 50%, Karen Jónsdóttir leiðbeinandi 50%, Hanna Hallgrímsdóttir leiðbeinandi , og Rakel Ýr Jakobsdóttir stuðningur.

Dagskipulag Kletts

 • Deildin okkar opnar kl. 7:45, þá er rólegur leikur.
 • Um kl. 8:15 förum við í morgunmat og kl. 8:50 förum við í hópastarf. Á þriðjudögum er val fh. og á föstudögum kl. 9 er vinastund á Völlum, þá koma allir saman og syngja og eiga notarlega stund saman.
 • Um kl. 9:30 er samverustund/ávaxtastund, þá lesum við, klöppum taktinn í nöfnunum okkkar, rímum og lesum Lúlla. Fáum okkur ávexti og veljum þjóna.
 • Um kl. 10:00 er útivera til kl. 11:15.
 • Hádegismaturinn er kl. 11:30 og hvíld í framhaldi af honum.
 • Um kl. 13:00 förum við í útiveru til 14:15, ef veður leyfir.
 • Þá tekur við söngstund, hressing og frjáls leikur og/eða útivera þar til við förum heim.
 • Leikskólinn lokar kl. 16:30. Þau börn sem eru til 16:30 fara inn í Skóga um kl. 16:10.

Við erum með flæðandi morgunmat sem þýðir að við borðum á tveim borðum og börnin mega fara frá borðinu þegar þau eru búin að borða.

Í valinu á þriðjudögum velja börnin sér ákveðin svæði eða deildir í skólanum til að leika á frá 9:15-10:15.

Hópastarf er 3 daga í viku og er börnunum skipt í 4 hópa, í hópastarfi förum við í Lubbastund/málörvun, tónlist/hreyfing, Könnunarleik og Numicon sem er leikur með tölur og tölustafi.

Lubbi finnur málbeinið er efni sem hugsað er til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. Hver hópur fer einu sinni í viku í Lubbastund og er stafur vikunnar kynntur og hljóðið hans. Við syngjum lag um stafinn og knúsum Lubba og gefum honum málbeinið sitt.

Marviss málörvun er á eftir Lubba stund þar sem við skoðum td. rím með myndum, stuttar þulur, klöppum atkvæði og mfl. er einu sinni í vikur fyrir hvern hóp.

Tónlist / hreyfing er einu sinni í viku hjá hverjum hóp, við erum með tvo hópa saman í tónlist með hljóðfærum á deild og tvo hópa í sal í mismunandi þrautabrautum í sal, síðan skiptum við.

Myndlist er á mánudögum á flæðum þar sem farið er bæði í skipulögð verkefni og frjálsar aðferðir.

Könnunarleikur er einu sinni í viku þar fá börnin aðgang að verðlausum ólíkum efnivið og fá að kanna mögurleika hlutanna í ró og næði.

Við vinnum með Tákn með tali, hvert barn er með sitt tákn. Við notum tákn með lögum og við matarborðið.

Einnig eru við með tákn mánaðarins sem við förum yfir í samverustundum.

SMT

Við lesum félagsfærnisögur um reglurnar fyrir börnin og sýnum þeim hvernig við förum eftir þeim. Börnin æfa sig að fara eftir reglunum og fá hrós fyrir þegar vel gengur. Þegar líður á haustið byrjum við að safna brosum á orminn okkar og verið með eina til umbun til vors.

SMT reglurnar eru:

 • Að nota inniröddina
 • Að hafa hendur og fætur hjá sér
 • Að ganga inni
 • Að hlusta á þann sem talar
 • Að taka saman
 • Að fara vel með leikföngin

Dygðir

Við vinnum með eina dygð fyrir jól og aðra eftir jól. Núna erum við að vinna með dygðna þolinmæði og eftir áramót verðum við með ábyrgð. Við vinnum með dygðina í gegnum leikinn og starfið yfir önnina. Dygðabrúðan okkar heitir Lúlli og mun hann taka þátt í samverustundum hjá okkur og börnin hjálpa til við að kenna Lúlla þolinmæði og síðan ábyrgð.

Að lokum viljum við minna foreldra merkja föt barnanna og hafa nóg af aukafötum í körfunni. Góð venja er að taka allt úr körfunni á föstudögum og fara yfir hvað vantar. Einnig þarf að athuga vel að allir séu með hlý útiföt og góða vettlinga sem hamla ekki hreyfigetu barnanna í leik.

Bestu óskir um gott samstarf Lolla Deildarstjóri.

© 2016 - 2021 Karellen