Karellen

Deildin okkar Lind skólaárið 2023-2024

Í Lind verða 11 börn fyrir áramót. Sex börn eru fædd 2021 og fimm börn árið 2022.

Eftir áramót verða börnin 12. Tíu börn fædd 2022 og tvö börn fædd 2023.


Starfsfólk í Lind

Lilja Magnea Jónsdóttir deildarstjóri

Inga Jóna Sigmundsdóttir leikskólaliði

Kristín Halla Eiríksdóttir B.ed í leikskólakennslufræðum

Eyvör Pálsdóttir leiðbeinandi


Dagskipulag deildarinnar

7:45-8:15 Rólegur leikur

8:15 Samverustund

8:25 Morgunmatur

9:00 Hópastarf/frjáls leikur

9:35 Ávaxtastund

9:45 Útivera

10:45 Hádegismatur

11:30-14:10 Hvíld/leikur

14:10 Samverustund

14:15 Síðdegishressing

Frjáls leikur þar til skólinn lokar 16:15


Hér í Ársölum höfum við tekið inn okkar eigin agastefnu sem byggir á SMT-leikskólafærnim, Lífsleikni í leikskóla, Jákvæðum aga og Geðræktarverkefninum Vinir Zippýs. Í daglegu starfi notum við Tákn með tali, lífsleikni, Lubbi finnur málbein og dygðir (fyrir áramót er unnið með dygðina vinsemd og eftir áramót vinnum við með hjálpsemi).

Í hópastarfi skiptum við barnahópnum í þrjá til fjóra hópa eftir aldri og förum á mismunandi svæði. Gott er að leika stundum í minni hóp. Viðfangsefnin í hópastarfinu eru: Könnunarleikur (Leikur með ýmiskonar verðlausan efnivið), málörvun, fínhreyfingar og margt fleira

Við viljum minna á að merkja föt barnanna og hafa nóg af aukafötum í körfunum, sem og viðeigandi útifatnað.

Einnig viljum við biðja ykkur að láta okkur vita sem fyrst inni á Karellen eða hringja í leikskólann ef barn mætir ekki í leikskólann þann dag.

© 2016 - 2024 Karellen