news

Elsa , Anna og félagar komu í heimsókn

15. 03. 2021

Í dag fengum við góða gesti því leiklistarhópur 10. Bekkjar Árskóla komu til okkar, þau eru að sýna leikritið Frozen í Bifröst þessa dagana. Þau sungu og sýndu okkur valin atriði úr leikritinu við mikinn fögnuð, börnin sátu stillt og prúð á meðan. Eftir sýninguna fengu börnin að hitta leikara og það var ekki síðra. Þess má geta að núverandi 10. bekkur er fyrsti útskriftarhópurinn okkar frá Ársölum og því finnst okkur við eiga tölvert í þessum glæsilega hóp.

© 2016 - 2021 Karellen