news

Kertansíkir og Bjúgnakrækir kíktu í heimsókn

16. 12. 2020

Þessir kátu og COVID vænu jólasveinar ákváðu að kíkja í heimsókn til okkar og halda upp á litlu jólin með okkur. En þeir spjölluðu við börnin og sungu með þeim og voru greinilega búnir að æfa sig í hreyfingunum með lögunum því þeir voru annsi montnir af því hvað þeir eru orðnir flinkir ???? Jólasveinarnir fundu einnig jólagjafir í pokanum sínum sem þeir gáfu börnunum því þau höfðu verið svo ótrúlega stillt og góð. Á eldra stigi voru börnin að dansa í kringum jólatréð og skelltu þeir sér að sjálfsögðu með í dansinn en þeir voru svo hepnir að finna hana Áróru á yngra stigi en hún fór með þeim að hitta öll börnin og spilaði undir á gítar.

Þeir Kertasníkir og Bjúgnakrækir nýttu auðvitað tækifærið og sögðu börnunum frá því hversu mikið þeir elska bjúgu og kerti og ætti það því ekki að koma foreldrum á óvart þótt það þurfi að koma við í búðinni á leiðinni heim og kaupa bjúgu og kerti til að setja í skóinn ????

© 2016 - 2021 Karellen