news

Leikskólinn opnar

16. 05. 2021

Kæru foreldrar og forráðamenn

Á morgun mánudaginn 17. maí opnar leikskólinn fyrir öll börnin, við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Við minnum á að þegar komið er með börnin og þau sótt þá þarf að vera með grímu, einnig bendum við á að í öllum forstofum er spritt.

Við viljum minna á mikilvægi þess að halda börnunum heima ef þau sýna einkenni og hvetjum ykkur til að fara í sýnatöku eða fara með börnin í sýnatöku ef einhver grunur er um Covid.

© 2016 - 2021 Karellen