news

​Leikhópurinn Lotta og sparihressing.

10. 06. 2021

Síðastliðinn mánudag bauð foreldrafélagið uppá leiksýningu og sparihressingu. Vegna takmarkana í samfélaginu ákvað stjórn foreldrafélagsins að halda sumarhátíðina með breyttu sniði. Leikhópurinn Lotta kom á yngra stig og setti upp sýninguna Pínulitla Gula Hænan og allir fengu snúð og svala. Sýningin kítlaði hláturtaugarnar og börn og starfsfólk skemmtu sér konunglega.

Allir nemendur fóru með bros á vör eftir daginn og sumir með glassúr út á kinn.

© 2016 - 2021 Karellen