Karellen

Leikskólinn var opnaður í ágúst 2010. Hann er sameinaður úr tveimur leikskólum sem höfðu aðsetur á fjórum stöðum í bænum. Ársalir er ellefu deilda leikskóli rekinn í tveimur húsum sem annars vegar hýsir eldra stig og hins vegar yngra stig. Eldra stig hefur aðsetur við Árkíl og þar eru 2ja - 5 ára börn á átta deildum, sem heita; Höfði, Laut, Hlíð, Skógar, Þúfa, Klettur, Hólar og Dalur. Yngra stig er staðsett við Víðigrund og þar eru 1 - 2ja ára börn á þremur deildum sem heita; Lón, Lind og Lækur.

Eldra stig er opið frá 7:45 - 16:30 en yngra stig frá 7:45-16:15. Öll pláss eru seld með hádegismat þ.e. foreldrar verða að greiða fyrir hann aukalega.

Lögð er áhersla á að börnin séu komin í leikskólann kl. 9:00 á morgnana þegar skipulagt starf hefst. Einnig biðjum við um skilning á því að hvíldar-og matmálstímar eiga að vera rólegar stundir án utanaðkomandi truflana. Ef börnin mæta í leikskólann eftir kl. 8:30 er litið svo á að þau séu búin að borða morgunmat heima.

Ef sækja á barnið áður en leikskólatíma þess lýkur biðjum við um að það sé gert fyrir eða eftir hvíldarstund og matmálstíma.

Foreldrum stendur til boða að kaupa 15 mínútur í viðbót við eiginlegan vistunartíma, hvort sem er 15 mínútur fyrir og/eða 15 mínútur eftir.

Í leikskólanum Ársölum er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna bæði meðal barna og starfsfólks í samræmi við jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Einkunnarorð leikskólans eru Vinátta - Virðing - Vellíðan

Stjórnendur:

Leikskólastjóri:

Sólveig Arna Ingólfsdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri:

Elín Berglind Guðmundsdóttir

Steinunn Þórisdóttir

Deildarstjóri námsaðlögunar:

Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir

Deildarstjórar:

Dagný Huld Gunnarsdóttir - Lón
Lilja Magnea Jónsdóttir - Lind
Anna María Gunnarsdóttir - Lækur
Dagbjört Rós Hermundsdóttir - Höfði
Halldóra Björk Pálmarsdóttir - Laut
Hildur Haraldsdóttir - Hlíð
Guðríður Helga Tryggvadóttir - Skógar
Jónína Pálmarsdóttir - Þúfa
Ólöf Jósepsdóttir - Klettur
Júlíana Alda Óskarsdóttir - Hólar
Ásbjörg Valgarðsdóttir - Dalur

Símanúmer Ársala er 455-6090

Netfangið er arsalir@skagafjordur.is

© 2016 - 2024 Karellen