Karellen

Lubbi finnur málbein

Þetta er efni sem hugsað er til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. Þar fer hljóðanám fram í þrívídd, þ.e. þau nota heyrnar - og sjónskyn, ásamt hreyfi - og snertiskyn til að læra hljóðin. Hver hópur fer einu sinni í viku í Lubbastund. Í hverri viku er valinn stafur vikunnar og vinnum við með stafinn og hljóð hans. Við syngjum lag og lesum sögu um stafinn sem verið er að vinna með hverju sinni, förum í leiki og margt fleira. Við eigum okkar Lubba og notum við hann í Lubbastund en hann vill líka læra hljóðin og er með sín málbein. Hann hjálpar börnunum og þau hjálpa honum að læra hljóðin.



© 2016 - 2024 Karellen