Karellen

Velkomin á heimasíðu Hlíðar

Skólaárið 2023-2024 eru 18 börn í Hlíð. 11 eru fædd árið 2018 og 7 eru fædd 2019. Skiptist 9 drengir og 9 stúlkur.

Starfið mun taka mið að aldri barnanna á deildinni. Við leggjum áherslu á að börnunum líði vel og finni til öryggis í leikskólanum. Einnig leggjum við áherslu á að sýna börnunum hlýju og virðingu og reynum að mæta þörfum þeirra og foreldra í daglegu starfi. Börnunum hefur verið skipt upp í tvo hópa fyrir heyfingu og Lubba annars vega og í þrjá sjö barna hópa fyrir hópastarf. Í dagskipulaginu er ein föst útivera kl. 12:50-14:15. Við förum oftar út yfir daginn ef það hentar okkur og okkar starfi þann daginn.

Kennarar í Hlíð eru: Hildur deildarstjóri, Pétur stuðningur við deild, Karen (90% starf), Linda (80% starf), Bjarney og Freyja (50% starf hvor) Ásgeir vinnur hjá okkur eftir hádegi á þriðjudögum og á miðvikudögum og leysir þá Karen af og Lindu.

Dagskipulag Hlíðar:

  • 07:45 Deildin opnar rólegur leikur.
  • 08:15 Morgunmatur. Ef börnin koma eftir 08:30 er litið svo á að þau séu búin að borða morgunmat heima.
  • 08:40 Hópastarf.
  • 09:40 Samveru-/ávaxtastund þá lesum við sögur og þulur. Þjónar dagsins valdir. Þjónarnir koma fyrr inn, leggja á borðin og sækja matinn. Við erum með þrjá þjóna einn fyrir hvert borð.
  • 10:00 Hópastarf í stærri og minni hópum eða útvera.
  • 11:30 Hádegismatur og hvíld í framhaldi af honum til kl. 12:45.
  • 13.00 Útivera.
  • 14:15-14:30 Samverustund.
  • 14:30 Nónhressing.
  • 15:00-15:40 Frjáls leikur inni á deild. Einnig eigum við svæði með Laut á þessum tíma sem við förum á.
  • Leikskólinn lokar kl. 16:30. Þau börn sem eru til 16:30 fara inn á velli um kl. 16:10.

Á föstudögum kl. 09:30 er vinastund á Völlum, salnum, þá koma allir í leikskólanum saman og syngja og eiga notalega stund saman,

Í skipulögðu starfi förum við í:

Hreyfingu, öll börnin fara í markvissa hreyfingur inni á Völlum, salnum, þar förum við í skipulagða hreyfistund. Einnig förum við í skipulagða leiki og í frjálsan leik á Völlum í minni eða stærri hópum

Málörvun fer fram í öllu starfi deildarinnar og við reynum að „baða“ börnin í töluðu máli með því að setja orð á athafnir og endurtaka. Auk þess er málörvun í hópastarfi og samverustund. Í samverustund hlustum við á sögur og syngjum saman. Í málörvun vinnum við með rím, rímleiki, klöppum í atkvæði. Auk þess förum við í „Lubba stund“ á móti hryfingu og tökum fyrir einn bókstaf. Bókstafir og tölustafir eru sýnilegir á deildinni og það skapast oft skemmtilegar umræður um þá, allt eftir þroska og getu einstaklingsins. Einnig notum við TMT markvisst.

Í tónlist erum við að leika okkur með takt, hryn og blæbrigði: Syngja hátt, hratt, lágt og hægt, hlusta á tónlist og hreyfa okkur og dansa við tónlist.

Auk þess förum við daglega í frjálsan leik þar sem börnin æfa sig í samskiptum við hvert annað. Við teljum afar mikilvægt að börnin fái tíma í frjálsan leik með vinum sínum í minni og stærri hópum.

Við förum reglulega í myndlist á Flæðum, þar vinnum við að ýmsum verkefnum og með ýmiss konar efnivið. Stundum vinnum við að ákveðnum verkefnum í lengri eða skemmri tíma og stundum er frjáls listsköpun þar sem hugmyndaflugið fær að ráða för. Auk þess erum við stundumm í myndlist inni á deild.

Í útiveru æfum við gróf- og fínhreyfingar og samskipti. Auk þess að æfa úthald, þol, og fylgjumst með breytingum í náttúrinni og ástríðar skiptum.

Fínhreyfingar flettast inn í allt starf deildarinnar, á öllum svæðum úti sem inni.

Við munum einnig vinna með TMT, tákn með tali, allir á deildinni hafa sín tákn sem við notum í daglegu starfi deildarinnar. Tákn hafa verið sett við mörg sönglög sem við syngjum og smá saman fer táknum fjölgandi. Í. Auk þess að rifja upp þau tákn sem við höfum þegar lært og tileinkað okkur.

Við viljum minna á að merkja föt barnanna og hafa nóg af aukafötum í körfunum.

© 2016 - 2024 Karellen