Karellen

Hér eru fréttir af deildinni okkar

Velkomin á heimasíðu Höfða


Skólaárið 2021-2022 eru 20 börn í Höfða fædd 2018 eða 2019. Stelpurnar eru 8 og strákarnir eru 12.

Kennarar í Höfða eru: Dagbjört Rós deildarstjóri, Kristín Halla, Jóna María, Arna Björk og Ásdís Helga.

Dagskipulag Höfða

  • Deildin okkar opnar kl. 7:45, þá er rólegur leikur.
  • Um kl. 8:10 förum við í morgunmat og kl. 8:45 til 11:00 förum við í hópastarf. Á föstudögum kl. 9 er vinastund á Völlum (salurinn). Þá koma allir saman og syngja og eiga notalega stund saman.
  • Um kl. 9:40 er samverustund/ávaxtastund, þá erum við t.d. að syngja, lesa, fara í leiki, ríma, klappa taktinn í nöfnunum okkar, spjalla og fáum okkur ávexti.
  • Um kl. 10:00 er seinnihluti af hópastarfi til kl.11:00.
  • Hádegismaturinn er kl.11:30 og förum við í hvíld í framhaldi af honum.
  • Kl.13.00 förum við í útiveru ef veður leyfir, eða frjálsan leik inni, til kl. 14:15. Þá tekur við samverustund, nónhressing, frjáls leikur og/eða útivera þar til við förum heim.
  • Leikskólinn lokar kl. 16:30. Þau börn sem eru til 16:30 fara inn í Skóga um kl. 16:10.

Við erum með flæðandi morgunmat og hressingu sem þýðir að við borðum við þrjú borð og börnin mega fara frá borðinu þegar þau eru búin að borða og fara þá í frjálsan leik. Ef það komast ekki allir að borðinu í upphafi máltíðar eru þau í frjálsum leik á meðan og fara svo að borða þegar sæti losnar við borðin.

Við förum í hópastarf á milli 8:45 og 11 flesta daga. Hópastarfið er tvískipt og fara börnin í ákveðið viðfangsefni milli 8:45-9:40, þá er samverustund og svo er farið í annað viðfangsefni milli 10:00-11:00. Í hópastarfi er börnunum skipt niður í 4 hópa, Lundahóp, Ugluhóp, Krummahóp og Spóahóp. Í hópastarfi förum við í hreyfingu, Lubbi finnur málbein/málörvun, útiveru, myndlist, könnunarleik, fínhreyfingar, frjálsan leik og margt fleira skemmtilegt. Við reynum að nýta svæðin sem við eigum sem rúlla á milli deilda. Það eru Flæðar (myndlist), Vellir (hreyfing) og stóru-flatir (einingakubbar og frjáls leikur).

Hópaskipting er eftirfarandi:

Lundahópur: Guðmundur Helgi, Jökla, Malín Rósa, Mikael Blær og Víkingur Berg. Hópstjóri: Dagbjört Rós.

Ugluhópur: Atli Skúli, Björg Lilja, Hilmar Atli, Karen Björt og Rökkvi Rafn. Hópstjóri: Kristín Halla.

Krummahópur: Arnar Smári, Bjartur Atli, Elís Þór, Guðrún Hekla og Kári Þór. Hópstjórar: Arna/Ásdís/Jóna

Spóahópur: Eldey Sif, Fjölnir Smári, Lilja Máney, Sebastían Leó og Svanhildur Mía. Hópstjórar: Arna/Ásdís/Jóna

Lubbi finnur málbein er efni sem hugsað er til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. Þar fer hljóðanám fram í þrívídd, þ.e. þau nota heyrnar - og sjónskyn, ásamt hreyfi - og snertiskyn til að læra hljóðin. Hver hópur fer einu sinni í viku í Lubbastund. Í hverri viku er valinn stafur vikunnar og vinnum við með stafinn og hljóð hans. Við syngjum lag og lesum sögu um stafinn sem verið er að vinna með hverju sinni, förum í leiki og margt fleira. Við eigum okkar Lubbabangsa og notum við hann í Lubbastund en hann vill líka læra hljóðin og er með sín málbein. Hann hjálpar börnunum og þau hjálpa honum að læra hljóðin. Í Lubbastund tökum við alltaf annars konar málörvun með, þar sem við erum að ríma, setja saman orð, klappa taktinn í orðum, vinna með eintölu og fleirtölu og margt fleira.

Við erum að vinna með Tákn með tali, hvert barn og starfsmenn eiga sín tákn. Við syngjum nokkur lög með táknum og þjónarnir segja hvað er í matinn með táknum og bjóða gjörið þið svo vel. Einnig þökkum við fyrir okkur með táknum. Lögð verða inn 4 tákn í mánuði sem eru þá tákn mánaðarins.

SMT

Í upphafi skólaárs eru SMT reglurnar kenndar börnunum, notaðar eru 2 vikur til kennslu og æfingu á hverri reglu. Við lesum félagsfærnisögur um reglurnar fyrir börnin og sýnum þeim hvernig við förum eftir þeim. Börnin fá hrós fyrir að fara eftir reglunum og fá stundum bros. Öll börn fá eitt bros á viku og stundum meira. Við gefum fleiri bros þegar við erum að byrja að kenna hverja reglu. Þegar þau eru búin að fylla "orminn", fá þau umbun sem þau velja sjálf. Þau koma með hugmyndir um hvað þau vilja gera og við ræðum um hvort þær eru framkvæmanlegar. Svo kjósa þau á milli tveggja hugmynda. Við stefnum á að hafa a.m.k. eina umbun fyrir áramót og 1-2 eftir áramót.

SMT reglurnar eru:

  • Að nota inniröddina
  • Að hafa hendur og fætur hjá sér
  • Að ganga inni
  • Að hlusta á þann sem talar
  • Að taka saman
  • Að fara vel með leikföngin

Dygðir

Unnið er með eina dygð fyrir jól og aðra eftir jól. Á haustönn 2021 vinnum við með dygðina kurteisi. Við vinnum með dygðina í gegnum allt okkar starf, notum orðið kurteisi og vinnum verkefni sem tengjast henni. Dygðabrúðan okkar heitir Solla og fer hún einu sinni í heimsókn til barnanna á hverri önn. Í pokanum með Sollu er bók og í hana er skrifað hvað barnið og Solla gerðu saman yfir daginn og reynt að tengja það við dygðina sem unnið er með hverju sinni. Á vorönn 2021 munum við læra um dygðina samkennd.

Við viljum minna á að merkja föt barnanna og hafa nóg af aukafötum í körfunum. Það auðveldar fyrir okkur að fötin lendi í réttu hólfi :)

© 2016 - 2023 Karellen