Í þessari viku (1.-5. feb) var tannverndarvika í leikskólanum og eru börnin búin að vera að læra um tannvernd og mikilvægi þess að bursta tennurnar tvisvar sinnum á dag. Börnin föndruðu listaverk tengd tannvernd og einnig lásu kennarar yfri börnin bókina Karíus og Baktus. Á f...
Á föstudaginn var, þann 22. janúar, héldum við í Skógum þorrablót og var það mjög gaman. Við sungum þorralög, borðuðum þorramat og bjuggum til okkar eigin víkingakórónur. Á kórónunum voru nöfn barnanna skrifuð með rúnum og fannst börnunum það áhugavert.
...test
...Velkomin á heimasíðu Kletts
Skólaárið 2021-2022 eru 20 börn í Kletti 8 strákar og 12 stelpur sem eru fædd árið 2018-2019.
Kennarar í Kletti eru: Ólöf Jósepsdóttir deildarstjóri, Birgitta Pálsdóttir leikskólakennari, Jóhanna Ingimarsdóttir leiðbeinandi, Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir leiðbeinandi og Freydís Þóra Bjarnadóttir leiðbeinandi og Herdís Jónsdóttir leikskólakennar.
Dagskipulag Kletts
Við erum með flæðandi morgunmat sem þýðir að við borðum á tveim borðum og börnin mega fara frá borðinu þegar þau eru búin að borða.
Hópastarf er 3 daga í viku og er börnunum skipt í 4 hópa, í hópastarfi förum við í Lubbastund/málörvun, tónlist/hreyfing, Könnunarleik og Numicon sem er leikur með tölur og tölustafi.
Lubbi finnur málbeinið er efni sem hugsað er til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. Hver hópur fer einu sinni í viku í Lubbastund og er stafur vikunnar kynntur og hljóðið hans. Við syngjum lag um stafinn og knúsum Lubba og gefum honum málbeinið sitt.
Marviss málörvun er á eftir Lubba stund þar sem við skoðum td. rím með myndum, stuttar þulur, klöppum atkvæði og mfl. er einu sinni í vikur fyrir hvern hóp.
Tónlist / hreyfing þá erum við með tvo hópa saman í tónlist með hljóðfærum á deild og tvo hópa í sal í mismunandi þrautabrautum í sal, síðan skiptum við.
Myndlist er á flæðum þar sem farið er bæði í skipulögð verkefni og frjálsar aðferðir.
Við vinnum með Tákn með tali, hvert barn er með sitt tákn. Við notum tákn með lögum og við matarborðið.
Bestu óskir um gott samstarf Lolla Deildarstjóri.