Karellen

Hér eru fréttir af deildinni okkar

Velkomin á heimasíðu Kletts

Skólaárið 2021-2022 eru 20 börn í Kletti 8 strákar og 12 stelpur sem eru fædd árið 2018-2019.

Kennarar í Kletti eru: Ólöf Jósepsdóttir deildarstjóri, Birgitta Pálsdóttir leikskólakennari, Jóhanna Ingimarsdóttir leiðbeinandi, Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir leiðbeinandi og Freydís Þóra Bjarnadóttir leiðbeinandi og Herdís Jónsdóttir leikskólakennar.

Dagskipulag Kletts

  • Deildin okkar opnar kl. 7:45, þá er rólegur leikur.
  • Um kl. 8:15 förum við í morgunmat og kl. 8:50 förum við í hópastarf. Á föstudögum kl. 9 er vinastund á Völlum, þá koma allir saman og syngja og eiga notarlega stund saman.
  • Um kl. 9:30 er samverustund/ávaxtastund, þá lesum við, klöppum taktinn í nöfnunum okkar, rímum og lesum sögur. Fáum okkur ávexti og veljum þjóna.
  • Um kl. 10:00 er útivera til kl. 11:15.
  • Hádegismaturinn er kl. 11:30 og hvíld í framhaldi af honum.
  • Um kl. 13:00 förum við í útiveru til 14:15, ef veður leyfir.
  • Þá tekur við söngstund, hressing og frjáls leikur og/eða útivera þar til við förum heim.
  • Leikskólinn lokar kl. 16:30. Þau börn sem eru til 16:30 fara inn í Skóga um kl. 16:10.

Við erum með flæðandi morgunmat sem þýðir að við borðum á tveim borðum og börnin mega fara frá borðinu þegar þau eru búin að borða.

Hópastarf er 3 daga í viku og er börnunum skipt í 4 hópa, í hópastarfi förum við í Lubbastund/málörvun, tónlist/hreyfing, Könnunarleik og Numicon sem er leikur með tölur og tölustafi.

Lubbi finnur málbeinið er efni sem hugsað er til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. Hver hópur fer einu sinni í viku í Lubbastund og er stafur vikunnar kynntur og hljóðið hans. Við syngjum lag um stafinn og knúsum Lubba og gefum honum málbeinið sitt.

Marviss málörvun er á eftir Lubba stund þar sem við skoðum td. rím með myndum, stuttar þulur, klöppum atkvæði og mfl. er einu sinni í vikur fyrir hvern hóp.

Tónlist / hreyfing þá erum við með tvo hópa saman í tónlist með hljóðfærum á deild og tvo hópa í sal í mismunandi þrautabrautum í sal, síðan skiptum við.

Myndlist er á flæðum þar sem farið er bæði í skipulögð verkefni og frjálsar aðferðir.

Við vinnum með Tákn með tali, hvert barn er með sitt tákn. Við notum tákn með lögum og við matarborðið.


Bestu óskir um gott samstarf Lolla Deildarstjóri.

© 2016 - 2023 Karellen