Í Læk eru fjórir starfsmenn Anna María deildarstjóri, Edda leikskólaliði, Hanna María leikskólakennari og Sæunn Kristín leikskólaliði.
Dagskipulagið okkar lítur nokkurn veginn svona út
7:45-8:20 Rólegur leikur
8:20-8:30 Samverustund
8:30-9:00 Morgunmatur
9:00-9:40 Hópastarf/leikur mán, þri og mið. Salur og myndlist á fimmtudögum og vinastund í salnum á föstudögum.
Á föstudögum eru líka t.d. litadagar og fleiri uppákomur.
9:40-10:00 Ávextir/Klæða út
10:00-10:40 Útivera
10:50-11:20 Hádegismatur
11:20-13:00/14:10 Hvíld. Þegar börnin vakna fara þau í salinn
14:30-15:00 Síðdegishressing
15:00-16:15 Leikur
Í hópastarfi skiptum við barnahópnum í þrjá til fjóra hópa eftir aldri og förum á mismunandi svæði. Gott er að leika stundum í minni hóp. Viðfangsefnin í hópastarfinu eru: Könnunarleikur (Leikur með ýmiskonar verðlaust efni), málörvun og fínhreyfingar.
Áherslur úr starfinu:
TMT - SMT-Lubbi finnur málbein-Dygðir(linkar á aðalsíðu)
Nálgun viðfangsefna er aðlöguð aldri barnanna.