Karellen

Velkomin á heimasíðu Skóga 2022 - 2023

Í Skógum eru 17 börn, 9 börn fædd 2017 og 8 börn fædd 2018.

Deildin opnar kl. 7:45 á morgnana og þá er rólegur frjáls leikur fram að morgunmat, sem byrjar uppúr kl. 8:00. Í Skógum er flæðandi morgunmatur sem þýðir að við borðum við tvö borð og börnin mega fara frá borðinu þegar þau eru búin að borða og fara þá í frjálsan leik. Ef það komast ekki allir að borðinu í upphafi máltíðar eru þau í frjálsum leik á meðan, og fara svo að borða þegar sæti losnar við borðið. Þau börn sem koma eftir kl 8:40 þurfa að vera búin að borða heima.

Eftir morgunmat á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum milli kl: 9:00-10:00 tekur við hópastarf fyrir árgang 2018 og útivera fyrir árgang 2017. Í hópastarfi er unnið með málörvun, sköpun, hreyfingu og list. Unnið er með tvær dygðir á skólaárinu, Kurteisi á haustönn og Þolinmæði á vorönn.

Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum milli kl. 10:00-11:00 er ávaxtastund og skipta hóparnir svo um svæði, þ.e. árgangur 2018 fer í útiveru og árgangur 2017 fer í hópastarf. Samverustundir tökum við þegar borðaðir eru ávextir; þá syngjum við, lesum sögur og spjöllum, förum yfir hvaða dagur, mánuður eða árstíð er og stundum kemur Lubbi í heimsókn og við skoðum staf vikunnar.

Á þriðjudögum gefum við frjálsa leiknum lausan tauminn og förum svo saman í útiveru á milli kl. 10:00-11:15.

Hádegismatur stendur yfir frá kl. 11:30 – 12:00 en þá tekur við róleg stund sem er búin kl. 12:40. Árgangaskipt er í rólegu stundina og fer árgangur 2018 alltaf í rólega stund inni á deild á meðan árgangur 2017 fer ýmist í rólega stund í salnum eða í Skógum.

Eftir rólegu stundina er útivera, síðan tekur við samverustund/frjáls leikur og síðdegishressing er í boði kl 14:30. Eftir hressinguna erum við í frjálsum leik þar til börnin fara heim og kl. 16:15 koma þau börn sem eru til 16:30 í leikskólanum í Skóga og eru sótt þangað.

Á föstudögum eru vinastundir á Völlum, þá koma saman þau börn sem mætt eru í leikskólann þann daginn og syngja saman. Á föstudögum fara allir út kl. 10:00

Í Skógum vinna:

Guðríður Helga Tryggvadóttir, deildarstjóri.

Sigrún Baldursdóttir, leikskólakennari.

Herdís Jónsdóttir, leikskólakennari.

Katharina Bremer, háskólamenntaður starfsmaður.

Aron Ragnar Unnsteinsson, leiðbeinandi.

Sunna Sif Friðriksdóttir, leiðbeinandi.

Við viljum minna á að merkja föt barnanna og hafa nóg af aukafötum í körfunni.

© 2016 - 2023 Karellen