Karellen

Velkomin á heimasíðu Skóga 2021 - 2022

Í Skógum eru 18 börn, 8 stúlkur og 10 drengir, 16 börn fædd 2016 og 2 börn fædd 2017.

Deildin opnar kl. 7:45 á morgnana og þá er rólegur frjáls leikur fram að morgunmat, sem byrjar kl. 8:00. Í Skógum er flæðandi morgunmatur sem þýðir að við borðum við tvö borð og börnin mega fara frá borðinu þegar þau eru búin að borða og fara þá í frjálsan leik. Ef það komast ekki allir að borðinu í upphafi máltíðar eru þau í frjálsum leik á meðan, og fara svo að borða þegar sæti losnar við borðið. Þau börn sem koma eftir kl 8:30 þurfa að vera búin að borða heima.

Eftir morgunmat tekur við útivera kl: 9:00-10:00. Ávaxtastund kl:10:10, þá eru valin 2 börn til að vera þjónar, en þeir sjá um að leggja á borð fyrir hádegismat og sækja matarvagninn.

Hópastarf er frá kl: 10:25 - 11:10 síðan er samverustund þá syngjum við, lesum sögur og spjöllum, förum yfir hvaða dagur, mánuður eða árstíð er, lesum úr bók dygðabrúðunnar. Förum yfir SMT reglurnar, Lubbi kemur í heimsókn, förum yfir staf vikunnar og búum til orðabanka.

Hádegismatur stendur yfir frá kl. 11:35 – 12:10 en þá tekur við hvíld sem er búin kl. 12:40. Eftir hvíldina er val frá kl 13:00 til 14:20, síðan tekur við samverustund og síðdegishressing. Eftir hressinguna erum við í frjálsum leik þar til börnin fara heim og kl. 16:15 koma þau börn sem eru til 16:30 í leikskólanum í Skóga og eru sótt þangað.

Á föstudögum er ýmislegt í boði t.d. vinastund á Völlum, uppákomudagar eins og litadagar, leikfangadagar eða bangsadagar og er útivera kl:10:00 og 13:00, allar deildar fara þá út saman.

SMT

Unnið er eftir SMT sem er agastjórnunarkerfi þar sem áhersla er lögð á jákvæðan aga. Við höfum það sem viðmið að allir fái 2 teygjur í hverri viku fyrir að fara eftir SMT reglunum en þar fyrir utan fær hvert barn mörg hrós oft á dag. Börnin velja sér umbun og er hægt að velja um um tvo möguleika, þau rétta upp hendi og atkvæðin eru talin og meirihlutinn ræður valinu á umbuninni. Þegar hólkurinn er orðinn fullur af teygjum er umbunardagur.

Við erum með 6 reglur og erum alltaf að æfa þær :

Að nota inniröddina,

Að hafa hendur og fætur hjá sér

Að ganga inni

Að hlusta á þann sem talar

Að taka saman

Að fara vel með leikföngin

TMT

Öll börnin hafa sitt tákn, starfsfólk hefur líka sitt tákn. Í hverjum mánuði eru lögð inn ný tákn sem börnin tileinka sér. Við reynum líka að setja tákn á daglegar athafnir og notum tákn í leik og starfi t.d. söngstund.

Lubbi finnur málbein

Einu sinni í viku förum við yfir staf vikunnar og vinnum extra með þann staf, skrifum, klippum og límum hann á blað.

Búum til orðabanka sem byrjar á stafnum og fylgjumst með ferðum Lubba um Ísland í bókinni og setjum á Íslandskortið

staðsetningu hans.

Dygðir

Unnið er með tvær dygðir á skólaárinu og fer dygðabrúðan Úlli heim með börnunum einu sinni á hvorri önn. Það fylgir bók með Úlla sem foreldrar skrifað smá frásögn af heimsókn Úlla og tengja það við dygðina sem er unnið með hverju sinni. Á haustönn var unnið með dygðina Þolinmæði og á vorönn Ábyrð.

Orðagull

Orðagull er málörvunarefni sem styrkir vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, orðaforða og endursögn.

Hentar þetta námsefni vel börnum sem eru tvítyngd og glíma við erfileika í vinnsluminni.

Vinir Zippýs

Vinir Zippýs er geðræktarnámsefni fyrir börn á aldrinum 5 - 7 ára, sem eflir og styrkir félags- og tilfinningaþroska barnanna.

Námsefninu er ætlað að kenna börnum að takast á við erfiðleika hversdagsins.

Skólaheimsóknir

Samstarf er milli Ársala og Árskóla, það eru skipulagðar heimsóknir á milli stiganna bæði á haust og vorönn. Kennaraskipti eru milli stiganna einu sinni á haust- og vorönn.

Annað

Farið er í vettvangsferðir í næsta nágrenni leikskólans, týna rusl, skoða umhverfið, náttúruna og skoðað í fjörunni. Sumarval úti, börnin velja sér svæði náttúruskoðun, myndlist, leikir og margt fleira.

Aðstoðamenn slökkviliðsins: það fara tvö börn frá Skógum og tvö börn frá Þúfu með starfsmanni yfir brunavarnir Ársala og skrá niður það sem þarf að laga eða bæta.

Útskriftaferð barnanna er í maí og heimsækja þau leikskólann Birkihíð í Varmahlíð og fara í skógarferð með skólahóp þeirra. Síðan er þeim skipt í hópa sem skiptast á að leika sér bæði úti og inni.

Útskrift í lok maí og er foreldrum barnanna boðið og syngja börnin nokkur lög og taka á móti útskriftaskjali og plöntu að gjöf.

Í Skógum vinna:

Bjarnfríður Hjartardóttir deildarstjóri í 80% starfi

Júlíana Alda Óskarsdóttir B.ed í kennslufræðum í 50% starfi

Katharina, leiðbeinandi í 50% starfi

Rakel Ýr Jakobsdóttir, stuðningur við deild í 80% starfi

Hrönn Hafey, leiðbeinandi 80% starfi

Leana afleysing á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum

Við viljum minna á að merkja föt barnanna og hafa nóg af aukafötum í körfunni.

© 2016 - 2022 Karellen