Karellen

Hér eru fréttir af deildinni okkar

Velkomin á heimasíðuna okkar í Þúfu

Kennarar í Þúfu skólaárið 2023-2024 eru:

Jónína deildarstjóri, Lára aðstoðar leikskólakennari, Dagný leiðbeinandi, Árni leiðbeinandi og Ester stuðningur við deild.

Í vetur verða 18 börn í Þúfu. Sjö börn eru fædd 2019 og ellefu börn eru fædd 2018. Í vetur verða níu stúlkur og níu drengir í Þúfu. Starfið mun taka mið að aldri barnanna á deildinni. Við leggjum áherslu á að börnunum líði vel og finni til öryggis í leikskólanum. Einnig leggjum við áherslu á að sýna börnunum hlýju og virðingu og reynum að mæta þörfum þeirra og foreldra í daglegu starfi.

Dagsskipulagið okkar:

Leikskólinn opnar opnar kl. 7:45 og byrjum við með frjálsum rólegum leik. Um klukkan 8:10 byjar morgun matur sem er flæðandi sem þýðir að við borðum við tvö borð og börnin mega fara þegar þau eru búin að borða. Ef börnin komast ekki öll fyrir í upphafi máltíðar halda þau áfram að leika þar til sæti losnar.

Um klukkan níu hefs skipulegt starf og fer það þá eftir hvaða svæði við eigum í húsinu hvað við gerum hverju sinni. Í skipulögðu starfi leggjum við m.a. áherslu á málörvun, fínhreyfingar, hreyfingu, myndlist og frjálsan leik svo eitthvað sé nefnt. Um hálf tíu förum við í samverustund og fáum okkur ávexti. Útivera er svo alla morgna hjá okkur frá klukkan 10-11:15.

Á föstudögum er vinastund og er hún tvískipt og byrjar fyrri klukkan 9:20 og seinni kl 9:40 á Völlum (salurinn okkar). Þá koma fjórar deildir saman og syngja og hafa gaman.

Hádegismatur er svo klukkan 11:30 og klukkan 12 fer árgangur 2019 í hvíld en árgangur 2018 fer ýmist á Velli, Flæðar eða er á deildinni í verkefna vinnu eða í rólegan leik með börnum af öðrum deildum.

Klukkan 13:00-14:15 er útivera og svo samverustund.

Klukkan 14:30 er síðdegishressing og frjáls leikur þar á eftir. Einnig eigum við ákveðið svæði í húsinu á þessum tíma með Skógum og getum við farið þangað með nokkur börn í einu.

Klukkan 16:15 fara þau börn sem eru til 16:30 á Velli.

Leikskólinn lokar 16:30.

Í skipulögðu starfi leggjum við áherslu á þetta:

Hreyfingu, öll börnin fara í markvissa hreyfingu inni á Völlum, salnum, þar förum við í skipulagða hreyfistund. Einnig förum við í skipulagða leiki og í frjálsan leik á Völlum í minni eða stærri hópum.

Málörvun fer fram í öllu starfi deildarinnar og við reynum að „baða“ börnin í töluðu máli með því að setja orð á athafnir og endurtaka. Auk þess er málörvun í hópastarfi og samverustund. Í samverustund hlustum við á sögur og syngjum saman. Í málörvun vinnum við með rím, rímleiki, klöppum í atkvæði. Auk þess förum við í „Lubba stund“ og tökum fyrir einn bókstaf. Bókstafir og tölustafir eru sýnilegir á deildinni og það skapast oft skemmtilegar umræður um þá, allt eftir þroska og getu einstaklingsins. Lubbi finnur málbein er efni sem hugsað er til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. Hver hópur fer einu sinni í viku í Lubbastund þar sem unnnið er með staf vikunar. Við syngjum lag og lesum sögu um stafinn sem verið er að vinna með hverju sinni, förum í leiki og margt fleira. Við eigum okkar Lubba og notum við hann í Lubbastund.

Í tónlist erum við að leika okkur með takt, hryn og blæbrigði: Syngja hátt, hratt, lágt og hægt, hlusta á tónlist og hreyfa okkur og dansa við tónlist.

Auk þess förum við daglega í frjálsan leik þar sem börnin æfa sig í samskiptum við hvert annað. Við teljum afar mikilvægt að börnin fái tíma í frjálsan leik með vinum sínum í minni og stærri hópum.

Við förum reglulega í myndlist á Flæðum, þar vinnum við að ýmsum verkefnum og með ýmiskonar efnivið. Stundum vinnum við að ákveðnum verkefnum í lengri eða skemmri tíma og stundum er frjáls listsköpun þar sem hugmyndaflugið fær að ráða för. Auk þess erum við stundum í myndlist inni á deild.

Í útiveru æfum við gróf- og fínhreyfingar og samskipti. Auk þess að æfa úthald, þol og fylgjumst með breytingum í náttúrunni og árstíðar skiptum.

Fínhreyfingar fléttast inn í allt starf deildarinnar, á öllum svæðum úti sem inni.

Við munum vinna með TMT, tákn með tali, í gegnum söngtexta og athafnir í daglegu starfi deildarinnar. Tákn hafa verið sett við mörg sönglög sem við syngjum. Einnig segjum við gjörið þið svo vel og takk fyrir matinn með táknum.

Dygðirnar eru 12 og er unnið með eina dygð fyrir áramót og aðra eftir áramót. Þetta skólaár munum við vinna með dygðina kurteisi fyrir áramót og þolinmæði eftir áramót. Við vinnum með dygðina í öllu okkar starfi, notum orðalagið og vinnum verkefni sem tengjast henni. Dygðabrúðan okkar heitir Soffía og mun hún fara einu sinni í heimsókn með hverju barni. Í pokanum með Soffíu er bók og í hana er skrifað hvað þau gerðu saman yfir daginn og reynt að tengja það við dygðina sem unnið er með hverju sinni.

Logi og Glóð er samstarf á milli elstu barna Ársala og slökkvuliðsins . Aðstoðarmenn slökkviliðsins er verkefni sem við vinnum yfir skólaárið og sér 2018 árgangur um að ganga um húsið og fylla út gátlista fyrir brunavarnir í leikskólanum.

Samstarf er við grunnskólann Árskóla og fer árgangur 2018 reglulega í heimsókn í grunnskólann auk þess sem nemendur Árskóla heimsækja okkur í Ársali.

Við viljum minna á að merkja föt barnanna, hafa nóg af aukafötum í körfunum og fara yfir hólfin þeirra í lok hvers dags.


© 2016 - 2024 Karellen