Þúfa
Í Þúfu skólarárið 2020-2021 eru 17 börn, 9 stelpur og 8 strákar. Starfsmenn deildarinar eru Abba deildarstjóri, Birgitta, Júlía og Telma.
Dagskipulag Þúfu
- Deildin okkar opnar kl 7:45, þá er rólegur leikur.
- 8:15 er morgunmatur en ef börnin koma eftir 8:30 er litið svo á að börnin séu búin að borða heima.
- Kl 8:50 er útivera.
- Kl 10:00 er samverustund /ávaxtastund, þá erum við t.d. að syngja, lesa, fara í leiki, ríma klappa taktinn í nöfnum, fara yfir afmælisdaga og heimilisföng o.fl.
- 10:20 er hópastarf.
- Hádegismatur er kl 11:30, hvíld eða verkefnavinna er síðan framhaldi af honum.
- Um kl 13:00 förum við í val eða útiveru til 14:15 en á föstudögum er ekki val.
- 14:15 tekur við samverustund, nónhressing, frjáls leikur og/eða útivera þar til farið er heim.
- Leikskólinn lokar kl 16:30. Þau börn sem eru til 16:30 fara inn í Skóga um 16:15.
Um skólastarfið
- SMT Í upphafi skólaárs eru börnunum kenndar SMT reglurnar, notaðar eru tvær vikur til kennslu og æfingu á hverri reglu. Kennarar sýna reglurnar rétt, rangt og rétt. Börnin fá hrós fyrir að fara eftir reglum og fá stundum teygjur. Öll börn fá eina teygju á viku, stundum meira. Þegar þau eru búin að fylla hólkinn fá þau umbun sem þau velja sjálf, þau koma með hugmyndir um hvað þau vilja gera og við ræðum um hvort þær eru framkvæmalegar. Svo er kosningar um umbun. SMT reglurnar eru :
- Að nota inniröddina
- Að hafa hendur og fætur hjá sér
- Að ganga inni
- Að hlusta á þann sem talar
- Að taka saman
- Að fara vel með leikföngin
- Dygðir Dygðirnar eru 12 og er unnið með eina dygð fyrir jól og aðra eftir jól. Núna á haustönn ætlum við að vinna með þolinmæði. Eftir áramót ætlum við að vinna með ábyrgð.
- Við vinnum með tákn með tali, hvert barn og starfsmenn eiga sín tákn. Við syngjum nokkur lög með táknum og þjónar segja hvað er í matinn með táknum.lögð eru inn fjögur tákn í mánuði sem eru tákn þess mánaðar.
- Í byrjun hverrar viku kynnum við staf vikunnar, lesum um stafinn í bókinni Lubbi finnur málbein, við hlustum líka á lögin og æfum hljóð hvers stafs. Börnin æfa sig í að skrifa stafinn, klippa hann út og líma á blað.
- Lubbi finnur málbein er efni sem hugsað er til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. Þar fer hljóðanám fram í þrívídd, þ.e. þau nota heyrnar-og sjónskyn, ásamt hreyfi-og snertiskyni til að læra hljóðin.
- Við förum í hópastarf 3 daga vikunar og er börnunum skipt í 2 hópa. Við förum í myndlist, málörvun, hreyfingu og Vinir Zippý.
- Vinir Zippýs: Hver hópur fer í eina vinnustund á viku. Börnin læra betri samskiptarhæfni, þau læra mismunandi leiðir til að takast á við samskiptavanda og efla félags og tilfinningaþroska. Sjálfstraust viljastyrkur og áræðni eykst. Sjá link.
- Orðagull: Er námefni ætlað elstubörnum leikskóla og yngsta stigi grunnskóla. Orðagull styrkir orðaforða barna, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu þeirra.
- Við förum í Val fjórum sinnum í viku kl 13:00-14:15. Börnin velja sér svæði til að fara á, þar eru ákveðin viðfangsefni í boði. Þau geta skipt um viðfangsefni innan svæðis en ekki um svæði. Það komast ákveðin mörg börn á hvert svæði og þau skiptast á að velja fyrst. Þau geta valið sama svæðið 2x í röð en mega alltaf velja útiveru. Svæðin sem um ræðir eru eru deildarnar Laut, Hlíð, Skógar, og Þúfa ásamt útisvæði,Völlum og Flæðum. Ef við komumst ekki út, þá bætast við Grund og Stóru-Flatir í stað útisvæðis.