Karellen

Fundur foreldraráðs Ársala Fimmtudaginn 10. október 2019 kl 12:15

Mætt voru: Aðalbjörg Þorgrímsdóttir (leikskólastjóri), Edvard Gíslason, Eva Pandora Baldursdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir og Vildís Björk Bjarkadóttir. Eygló Amelía Valdimarsdóttir boðaði forföll.

1. Foreldraráð skipti með sér verkum. Guðbjörg gegnir starfi formanns og Eva Pandora starfi ritara.

2. Starfsreglur foreldraráðs voru stuttlega reifaðar. Í reglunum stendur að foreldraráð skuli hittast í það minnsta tvisvar á önn.

3. Leikskólastjóri kynnti vinnu við sjálfsmatsskýrslu og starfsáætlun.

4. Farið var yfir útistandandi mál frá seinasta skólaári. Það sem út af stendur er:

a. Kastali á yngra stigi: matsmaður hefur komið og skoðað. Beðið er eftir skýrslu.

b. Frárennslismál á eldra stigi: hafa verið skoðuð en ekki verið farið í framkvæmdir. Leikskólastjóri sér um að fylgja því eftir.

c. Skjólbelti á eldra stigi: ákveðið var að stefna að því að planta skjólbelti í vor. Guðbjörg tekur að sér að senda póst til Indriða hjá sveitarfélaginu vegna málsins.

d. Drullubú: ákveðið var að huga að uppsetningu. Rætt var að efla til hönnunarsamkeppni og/eða leita samráðs við nemendur skólans um útlit. Guðbjörg tekur að sér að senda póst til Indriða hjá sveitarfélaginu vegna málsins.

e. Hvatapeningar til barna yngri en 6 ára: málið er í farvegi hjá Félags- og tómstundanefnd. Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl 12:45.


Fundur foreldraráðs Ársala þann 12.06.2019 kl. 12:00

Mættir voru: Aðalbjörg Þorgrímsdóttir – leikskólastjóri, Guðbjörg Óskarsdóttir, Vildís björk Bjarkadóttir og Björk Hlöðversdóttir. Ritari fundargerðar: Guðbjörg Óskarsdóttir

1. Póstur foreldraráðs til Fræðslunefndar Skagafjarðar og eftirfylgni hans

Rætt var um póst sem foreldraráð sendi fræðslunefnd Skagafjarðar bréf þann 11.mars s.l. þar sem eftirfarandi óskir voru settar fram:

„Á yngra stigi Ársala:

  • óskað er eftir því að undirstöður leikkastala á útisvæði verði kannaðar. Undirstöður virðast þurfa að ganga neðar í jörðu. Rennibraut endar of hátt uppi sem skapar hættu þegar börn renna sér niður.

Á eldra stigi:

  • óskað er eftir því að skólalóð á eldra stigi verði skipt upp með svipuðum hætti og á yngra stigi sem reynst hefur mjög vel. Óskað er eftir því að foreldraráð verði upplýst um hvort kostnaðaráætlun hafi verið útbúin vegna þessa þar sem ekki hefur fengist fjárveiting í verkefnið undanfarin ár. Þá er óskað eftir því að fá að vita hvar í forgangsröðun þessar úrbætur eru.
  • óskað er eftir því að bætt verði úr frárennslismálum á skólalóð eldra stigs. Mikil hætta á drukknun hefur skapast í gegnum árin á skólalóðinni þegar stórir pollar hafa myndast, sérstaklega við kastala og hús í lautinni sem og í kringum jafnvægisslá.
  • óskað er eftir því að skjólbelti verði komið upp sunnan og vestan við eldra stig leikskólans. Foreldraráð leggur til að haldin verði fjölskyldudagur þar sem nemendur og foreldrar komi saman og gróðursetji tré.
  • óskað er eftir því að sett verði upp „drullubú“ á skólalóð eldra stigs. Settur verði upp vaskur, eldavél og bekkur ásamt eldhúsáhöldum.

Uppsetning á „drullubúi“ og gróðursetning trjáa gæti verið unnið í samstarfi við foreldra undir eftirliti og í samstarfi við hlutaðeigandi aðila.

Þá óskar foreldraráð jafnframt eftir því að kannaður verði möguleikinn á hvatapeningum til barna á leikskólaaldri, hvort sem það er með sama hætti og börn 6-18 fá eða með öðrum hætti.“

Varðandi leikkastala á yngra stigi og frárennslismál á eldra stigi þá var þeim málum komið áfram til veitusviðs og lagði fræðslunefnd mikla áherslu á að ráðist yrði í úrbætur. Foreldraráð leggur til að leikskólastjóri fylgi því eftir að farið verði í þær úrbætur.

Skipting lóðar á eldra stigi verður skoðuð við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Hvað skjólbelti varðar þá er það í höndum sviðsstjóra að ræða málið í stjórnsýslunni og athuga hvort hægt sé að bregðast við því. Garðyrkjustjóri sveitarfélagsins hafði samband við Önnu Jónu, fyrrum leikskólastjóra Ársala, og taldi að mest áríðandi væri að foreldrar myndu hjálpast að við að kantskera beðin og hreinsa illgresi.

Eftir óformlega könnun meðal foreldra og hjá foreldrafélaginu þá er það talið ólíklegt að foreldrar kæmu saman til að hreinsa beð eldra stigs Ársala. Hins vegar var mikill meðbyr með því að gróðursetja og með því útbúa skjólbelti.

Beiðni varðandi hvatapeninga var vísað til félags- og tómstundanefndar sem fer með reglur um hvatapeninga. Nefndin tók beiðnina fyrir á fundi þann 29.apríl s.l. og var ákveðið að fresta málinu og skoða það frekar. Foreldraráð mun fylgjast með gangi máli hvað þetta varðar.

Undirbúningur að uppsetning á drullubúi er hafinn og er starfsmaður Flokku ehf. með opin augu fyrir hentugri eldavél í búið. Foreldraráð mun vinna að þessu áfram. 2. Skóladagatal 2019-2020 Aðalbjörg fór yfir skóladagatal 2019-2020 sem var samþykkt af foreldraráði. Skóladagatalið verður í framhaldinu sent fræðslunefnd til samþykktar.

Fundi slitið kl. 12:50

© 2016 - 2024 Karellen