Karellen
news

Jólaföndur foreldrafélagsins 2021

30. 11. 2021

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu gátum við því miður ekki haldið hið hefðbundna jólaföndur Ársala, eins og gert er á hverju ári. Í stað þess höfum við í stjórn foreldrafélags Ársala tekið saman pakka af jólaföndri sem börnin fá að gjöf. Við hvetjum alla til þess að eiga gæðastund með börnunum og reyna við þetta lauflétta föndur sem bíður í hólfum barnanna. Við þökkum Landsbankanum og Skagfirðingabúð kærlega fyrir styrkinn við gerð þessa föndurpakka.

Hér meðfylgjandi eru leiðbeiningar og myndir af því sem boðið er upp á til föndurs í pakkanum.

Jólasveinn úr pappa disk.

Það sem fylgir : Stór pappa diskur, rautt blað, augu, dúsk nef, og hvítur “dúskur” sem er á sama blaði og jólatré.

Stóri pappa diskurinn er brotinn til helminga -jóla húfan er klippt út úr rauða pappírnum – húfan er brotin saman og límd á diskinn – augun og dúskurinn einnig límt á diskinn – hvíti “dúskurinn” er klipptur út og límdur á húfuna – teiknaður munnur.

Jólatré

Það sem fylgir: Hvítur pappír með jólatré, pallíettur, litir.

Jólatréð er klippt út – litað – límdar pallíettur.

Jólakúla úr pappa disk

Það sem fylgir: Lítill pappa diskur, litaðar blaðræmur, pallíettur.

Ræmurnar og pallíetturnar eru límdar á diskinn – hægt að klippa lítinn kassa út af afgangnum af rauða blaðinu og nota sem “topp” á jólakúluna sem gert er svo lítið gat á og bandið þrætt, svo hægt sé að hengja kúluna upp.

Meðfylgjandi er mynd af öllu föndrinu tilbúnu. Öllum er að sjálfsögðu frjálst að föndra eftir sínu höfði með efninu sem er í boði og hvetjum við til þess að þið notið ýmindunaraflið og sköpunargáfuna.

Jólakveðja,

Stjórn foreldrafélags Ársala.

© 2016 - 2024 Karellen