Karellen

Veikindi og innivera

Veikist barnið er æskilegt að það dvelji heima þar til það hefur verið hitalaust í 1-2 sólarhringa.

Þegar barn hefur verið veikt heima í einhverja daga getur verið heppilegt fyrir barnið að vera styttra úti en venjulega og er þá sjálfsagt að bjóða foreldrum upp á að barnið fari síðast út og komi fyrst inn.

Ekki er boðið upp á inniveru til að fyrirbyggja veikindi t.d. ef barn er með kvef eða hósta en hraust að öðru leyti.

Skilaboð um styttri útiveru þurfa að koma frá foreldrum sjálfum en ekki barninu.

© 2016 - 2024 Karellen