Karellen

Leikskólinn var opnaður í ágúst 2010. Hann er sameinaður úr tveimur leikskólum sem höfðu aðsetur á fjórum stöðum í bænum. Ársalir er ellefu deilda leikskóli rekinn í tveimur húsum sem annars vegar hýsir eldra stig og hins vegar yngra stig. Eldra stig hefur aðsetur við Árkíl og þar eru 2ja - 5 ára börn á átta deildum, sem heita; Höfði, Laut, Hlíð, Skógar, Þúfa, Klettur, Hólar og Dalur. Yngra stig er staðsett við Víðigrund og þar eru 1 - 2ja ára börn á þremur deildum sem heita; Lón, Lind og Lækur.

Eldra stig er opið frá 7:45 - 16:30 en yngra stig frá 7:45-16:15. Öll pláss eru seld með hádegismat þ.e. foreldrar verða að greiða fyrir hann aukalega.

Lögð er áhersla á að börnin séu komin í leikskólann kl. 9:00 á morgnana þegar skipulegt starf hefst. Einnig biðjum við um skilning á því að hvíldar-og matmálstímar eiga að vera rólegar stundir án utanaðkomandi truflana. Ef börnin mæta í leikskólann eftir kl. 8:30 er litið svo á að þau séu búin að borða morgunmat heima.

Ef sækja á barnið áður en leikskólatíma þess lýkur biðjum við um að það sé gert fyrir eða eftir hvíldarstund og matmálstíma.

Foreldrum stendur til boða að kaupa 15 mínútur í viðbót við eiginlegan vistunartíma, hvort sem er 15 mínútur fyrir og/eða 15 mínútur eftir.

Í leikskólanum Ársölum er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna bæði meðal barna og starfsfólks í samræmi við jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Einkunnarorð leikskólans eru Vinátta - Virðing - Vellíðan

Stjórnendur:

Leikskólastjóri:

Sólveig Arna Ingólfsdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri:

Elín Berglind Guðmundsdóttir

Steinunn Þórisdóttir

Deildarstjóri námsaðlögunar:

Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir

Deildarstjórar:

Dagný Huld Gunnarsdóttir Lón
Lilja Magnea Jónsdóttir Lind
Anna María Gunnarsdóttir Lækur
Dagbjört Rós Hermundsdóttir Höfði
Halldóra Björk Pálmarsdóttir Laut
Jónína Pálmarsdóttir Hlíð
Guðríður Helga Tryggvadóttir Skógar
Valbjörg Pálmarsdóttir Þúfa
Ólöf Jósepsdóttir Klettur
Kristín Halla Eiríksdóttir Hólar
Ásbjörg Valgarðsdóttir Dalur

Símanúmer Ársala er 455-6090

Netfangið er arsalir@skagafjordur.is

© 2016 - 2023 Karellen