Karellen


Hér eru fréttir af deildinni okkar

Veturinn 2023-24 verða 12 börn hjá okkur í Lóni.
8 börn fædd 2022 og 4 börn fædd 2023. Þar af eru 6 strákar og 6 stelpur.

Starfsfólk Lóns
Dagný Huld Gunnarsdóttir deildarstjóri
Anna María Gunnarsdóttir Leikskólakennari
Eygló Gunnlaugsdóttir háskólamenntaður starfsmaður
Sólrún Harpa Heiðarsdóttir leiðbeinandi/stuðningur
Telma Björk Gunnarsóttir nemi í leikskólakennarafræðum

Við hefjum daginn á rólegum leik í hvíldarkrók og í fínhreyfingum við borð (t.d. leira, lita eða pinna). Þegar líður að morgunverði er valinn þjónn úr barnahópnum sem fer með starfsmanni að sækja morgunhressingu en hin fara í samverustund þar sem er sungið, sagðar sögur og spjallað.Í samverustundförum við yfir dag, mánuð og árstíð. Þegar þjónninn kemur með morgunhressinguna, telur hann börnin, klappar nöfn barnanna, gerir tákn fyrir stafinn þeirra (lubbatákn)og býður þeim að gjöra svo vel.

  • Börnunum er skipt niður í 4 hópa og það eru 3 börn í hverjum hóp. Misjafnt er hvaða starfsmaður er með hvaða hóp eftir vikum. Við skiptum síðan reglulega hópunum upp og erum þá með færri í einu í t.d málörvun þannig ná börnin að njóta sín betur og fá markvissari þjálfun. Eftir morgunverð mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga er hópastarf og skiptast þá hóparnir á að fara í könnunarleik, málörvun/tónlist og frjálsan leik/hlutverkaleik. Tveir hópar eru saman í frjálsum leik/hlutverkaleik.
    Lubbi er stór hluti af málörvun/tónlist, og þar kynnir hann málbeinin sín, við leggjum inn bókstafina A, M, B og N, táknin fyrir þá og syngjum Lubba lögin. Einnig er börnunum kennt Lubba táknið fyrir stafinn sinn og farið í ýmsa leiki með Lubba og málbeinin. Mikil áhersla er lögð á að börnunum sé skipt upp yfir daginn svo þau fái nægt rými í leik og starfi. Eins og undanfarna vetur er lögðáhersla á TMT. Við reynum, eftir bestu getu, að setja tákn á daglegar athafnir og eins notum við tákn við mörg lög sem við syngjum. Að geta notað tákn með tali er mjög gott fyrir börn með seinkaðan málþroska.
  • Við vinnum með dyggðina vinsemd fyrir áramót og hjálpsemi eftir áramót.


Eftir hópastarf fáum við okkur ávexti og förum svo í útiveru ef veður leyfir, ef ekki þá erum við í frjálsum leik inni. Samverustund er aftur fyrir síðdegishressingu og í henni lesum við oft en stundin er með sama sniði og fyrir morgunverð.

Eftir síðdegishressingu erum við með fínhreyfingar og frjálsan leik.

Á miðvikudögum förum við á Ströndina (í salinn) með börnin þar sem þau fá að hreyfa sig, dansa og leika. Einn starfsmaður er þá í listakrók þar sem unnið er að listsköpun, stundum eitthvað skipulagt eða árstíðabundið en oft líka bara eitthvað út í loftið J

Á föstudögum koma allar deildir saman á Ströndinni í vinastundog allir syngja saman. Eftir vinastund er annaðhvort farið í útiveru eða að það er opið á milli deilda (þ.e. Lindar, Lóns og Strandar) og þá er salurinn okkar heimasvæði.

Fjölmenningin á að sjálfsögðu líka sinn sess í starfinu okkar og setjum við upp fána og myndaspjald þess lands sem verið er að fjalla um hverju sinni.

  • Ef við tökum þetta aðeins saman þá er rauði þráðurinn í starfinu okkar með þennan aldur að: Æfa góð samskipti, efla félagsfærni,að leika saman, vera í hóp, skiptast á, bíða, hjálpast að, að vera vinir. Gefa þeim orð á hluti og athafnir og fá þau til að endurtaka. Einnig æfum við litina, teljum, æfum líkamsheiti, dagana og mánuðina og börnin æfa sig í að klæða sig sjálf.
  • Hornsteinn að góðu samstarfi foreldra og starfsfólks leikskólans er lagður í aðlögun barnsins. Góð samvinna og gagnkvæmt traust og trúnaður foreldra og starfsfólks er forsenda þess að leikskóladvöl barnsins verði barninu árangursrík og ánægjuleg.

Við viljum minna á að merkja föt barnanna og passa að hafa nóg af aukafötum í körfunum :)







© 2016 - 2024 Karellen