Karellen

Tákn með tali (TMT)

Tákn með tali er tjáningarform ætlað heyrandi fólki og er alltaf notað samhliða tali. Það byggist á samblandi af látbragði, táknum og tali.

Táknunum er skipt í:

1) Náttúruleg tákn - byggjast á því að athöfn er leikin eða eiginleikum lýst.
2) Eiginleg/samræmd tákn - eru flest fengin að láni úr táknmáli heyrnarlausra.

Flestir nota látbragð og náttúruleg tákn í daglegum samskiptum án þess að vera meðvitaðir um það. Þeir kinka kolli um leið og þeir segja já, hrista höfuðið þegar þeir segja nei, vinka og segja bless os.frv.

Í TMT eru táknin alltaf notuð samhliða töluðu máli og aðeins lykilorð hverrar setningar, eitt eða fleiri, táknuð. TMT er leið til tjáskipta jafnframt því sem hún örvar málvitund og málskilning barna.

Það hefur sýnt sig að börn hafa mjög gaman af að nota TMT og það hefur góð áhrif á máltöku þeirra.

Allir í leikskólanum fá sitt tákn bæði börn og starfsfólk. Börnin hafa um tíma notað TMT í söngstundum og alltaf bætast við fleiri lög með táknum. Haust 2014 hófst markviss innlögn á tákn með tali. Að jafnaði er lagt inn eitt tákn á viku, hægt að sjá öll táknin sem lögð hafa verið inn á heimasíðu leikskólans. Við hvetjum foreldra til þess að taka þátt með okkur og æfa táknin heima með börnunum. Við mælum með heimasíðunni http://tmt.is


Framvegis munum við vera með tákn mánaðarins og verða lögð inn 4 tákn í hverjum mánuði. 1 tákn fyrir mánuðinn, 1 til upprifjunar og 2 ný tákn.


Desember

Nóvember

Október

© 2016 - 2023 Karellen