Karellen

Velkomin á heimasíðu Hóla

Deildin Hólar er staðsett í nýju viðbyggingunni

Skólaárið 2022-2023 eru 17 börn í Hólum fædd 2019 eða 2020. Stelpurnar eru 4 og strákarnir eru 13.

Starfsmenn á Hólum eru Kristín Halla deildarstjóri, Júlíana Alda leikskólakennari, Hákon Freyr leiðbeinandi, Saskia leiðbeinandi, Herdís Eir leiðbeinandi og Krista Sól leiðbeinandi.

Dagskipulag Hóla

  • Deildin okkar opnar kl. 7:45, þá er rólegur leikur.
  • Um kl. 8:15 tökum við saman og förum í stutta samverustund fyrir morgunmat sem hefst um 8:20.
  • Eftir morgunmat, milli ca 8:45-9:30 er ýmist hópastarf eða frjáls leikur
  • Um kl. 9:40 er samverustund/ávaxtastund, þá erum við t.d. að syngja, lesa, fara í leiki, ríma, klappa taktinn í nöfnunum okkar, spjalla og fáum okkur ávexti.
  • Um kl. 10:00 er útivera, fyrst um sinn förum við út á syðri lóðina ásamt öllum börnum eða þar til norðurlóðin verður tilbúin og þá verða Hólar og Dalur úti saman þeim megin.
  • Hádegismaturinn er kl.11:20 og förum við í hvíld í framhaldi af honum.
  • Kl.13.00 er rólegur leikur í fataklefanum en þegar norðurlóðin verður tilbúin gæti verið meira um útiveru eftir hvíld þegar veður leyfir. Um 14:15 tekur við nónhressing, frjáls leikur og/eða útivera þar til við förum heim.
  • Viðbyggingunni er lokað kl. 16:15 og þau börn sem eru til 16:30 fara þá yfir í Skóga (miðjuaðgangur norðan megin) og munu útiföt þeirra verða tekin með þangað en leikskólanum er lokað 16:30

Lubbi finnur málbein er efni sem hugsað er til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. Þar fer hljóðanám fram í þrívídd, þ.e. þau nota heyrnar - og sjónskyn, ásamt hreyfi - og snertiskyn til að læra hljóðin. Einn stafur verður tekinn fyrir í hvert skipti og vinnum við með stafinn og hljóð hans. Við syngjum lag og lesum sögu um stafinn sem verið er að vinna með hverju sinni, förum í leiki og margt fleira. Við eigum okkar Lubbabangsa og notum við hann í Lubbastund en hann vill líka læra hljóðin og er með sín málbein. Hann hjálpar börnunum og þau hjálpa honum að læra hljóðin. Í Lubbastund tökum við alltaf annars konar málörvun með, þar sem við erum að ríma, setja saman orð, klappa taktinn í orðum, vinna með eintölu og fleirtölu og margt fleira.

Við erum að vinna með Tákn með tali, hvert barn og starfsmenn eiga sín tákn. Við syngjum nokkur lög með táknum og æfum daga og mánuði með táknum, þökkum fyrir matinn ofl.


Við viljum minna á að merkja föt barnanna og hafa nóg af aukafötum í körfunum. Það auðveldar fyrir okkur að fötin lendi í réttu hólfi :)

© 2016 - 2023 Karellen